Mikil verðlækkun

mbl.is/Rósa Braga

Fjarskiptafyrirtæki munu hætta með sérstaka verðskrá fyrir notkun farsíma og annarra fartækja í reiki innan EES-svæðisins eftir 1. ágúst næstkomandi.

Þess í stað mun verð fyrir þjónustuna verða samkvæmt innanlandsverðskrá þeirrar áskriftar sem hver viðskiptavinur hefur hjá sínu farsímafyrirtæki að viðbættu sérstöku álagi. Þetta þýðir að ef farsímanotandi er staddur í Þýskalandi og hringir í annan farsíma í Þýskalandi, eða í einhverju öðru landi innan EES-svæðisins, mun hann greiða samkvæmt innanlandsverðskrá síns farsímafyrirtækis á Íslandi. Á gjaldið leggjast fimm evrusent, eða 8,71 kr. álag samkvæmt gengi sem fest hefur verið til 1. júlí árið 2017.

Í tilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun segir að hér sé um umtalsverðar breytingar að ræða þar sem fallið sé frá því hámarksverði fyrir reiki sem gilt hafi undanfarin ár. Því verði í flestum tiflellum ódýrara fyrir farsímanotendur að nota símann eða önnur fartæki innan EES-svæðisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert