Crossfit XY í 31. sæti

Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir.

Íslendingalið Cross­fit XY keppti í þremur þraut­um á heims­leik­un­um í cross­fit í Los Angeles í dag. Eftir daginn er liðið í 31. sæti í heildarkepninni en það var í þvi þrítugasta í byrjun dags.

Þrautir dagsins voru mjög fjölbreyttar og fólust meðal annars í tvöföldum sippum (e. double unders), hnébeygjum og spretthlaupum.

Liðið hafnaði í 31. sæti í fyrstu tveimur þrautum dagsins en í því 29. í síðustu þrautinni.

Keppnin heldur áfram á morgun. 

Liðið skipa þau Árni Björn Kristjáns­son, Hilm­ar Arn­ar­son, Hjör­dís Óskars­dótt­ir, Sig­urður Þrast­ar­son, Sól­veig Sig­urðardótt­ir og Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir. Vara­menn eru þau Ingimar Jóns­son og Sandra Helga­dótt­ir.

Danska liðið Cross­fit Nor­d­vest, sem tveir Íslend­ing­ar keppa með, er í ellefta sæti liðakeppn­innar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert