Druslur fjölmenntu í miðbæinn

Druslur gengu fylktu liði niður Skólavörðustíginn í miðbæ Reykjavíkur í dag. Talið er að þúsundir manna hafi tekið þátt í göngunni í ár og svo virðist sem rigningin hafi ekki haft áhrif á þátttökuna.

Þetta var í sjötta sinn sem Druslugangan er gengin.

Um er að ræða þverpólitíska kröfugöngu, en í ár leggja skipuleggjendurnir áherslu á mikilvægi forvarna og fræðslu og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir kynferðisafbrot.

Er til­gang­ur göng­unn­ar að færa skömm­ina þangað sem hún á heima, hjá gerend­um kynferðisof­beld­is, en ekki hjá þolend­um þess.

Fjölmargir tóku þátt í göngunni í dag.
Fjölmargir tóku þátt í göngunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Druslu­gang­an er orðin að föst­um punkti í ís­lensku sam­fé­lagi þar sem sam­fé­lagið rís upp gegn kyn­ferðisof­beldi og stend­ur með þolend­um. Gang­an hef­ur orðið fjöl­menn­ari með hverju ár­inu sem líður.

Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíginn og að Austurvelli. Þar standa nú yfir ræðuhöld og mun tónlistarfólkið Friðrik Dór, Hildur og Hemúllinn einnig koma fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert