Sex ára barn lenti í reiðhjólaslysi

Mikill erill hefur verið hjá slökkviliði og sjúkraflutningamönnum í dag.
Mikill erill hefur verið hjá slökkviliði og sjúkraflutningamönnum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex ára barn lenti í reiðhjólaslysi í Víðidal, við Breiðholtsbraut og Ögurhvarf, í dag og voru sjúkrabíll og lögreglubíll kallaðir til vegna slyssins. Ekki er vitað með líðan stúlkunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er mikill erill hjá því þessa stundina. Auk reiðhjólaslyssins við Breiðholtsbrautina var einn sjúklingur fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys við Stekkjarbakka. 

Þá barst útkall vegna tofærubíls sem lent hafði í óhappi í Jósepsdal. Einn slasaðist við óhappið og verður fluttur á slysadeild skv. upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Þá fór slökkvilið í útkall í Bakarameistarann í Mjóddinni þar sem tilkynnt var um mikinn vatnsleka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert