Annríki hjá slökkviliðinu vegna vatnsleka

Mikill fjöldi vatnslekamála kom upp í dag og byrjuðu þau við þá miklu rigningu sem hófst um miðjan dag. Vatnstjónsmálin fóru að koma inn á borð slökkviliðsins upp úr klukkan 15 og þegar Morgunblaðið hafði samband við slökkviliðið klukkan 23:00 voru þeir enn að í einu málinu, með 28 lekamál að baki. Þannig að menn voru sveittir á slökkvistöðinni eftir erfiðan dag.

Auk þessa sinnti slökkviliðið um 80 sjúkraflutningum og tveimur umferðarslysum yfir gærdaginn.

Menn hjá slökkviliðinu voru ekki vissir hvað olli því að svona mörg lekamál komu upp. Vissulega var rigningin mikil en sjávarstaðan var ekkert það há þegar málin byrja að  hrannast upp. 

Mjög mörg tjón urðu í kringum Háskólann og mýrina, á Framnesvegi og við Hringbraut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert