Hóta lögbanni og málsókn

Hver á að stjórna Vinnslustöðinni og hver ekki, gæti verið …
Hver á að stjórna Vinnslustöðinni og hver ekki, gæti verið spurning vikunnar í Vestmannaeyjum. mbl.is/ÞÖK

Umræður og deilur hafa skapast um stjórnarkjör á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. 6. júlí síðastliðinn. Seil ehf., stærsti hluthafi Vinnslustöðvarinnar, óskaði eftir því í gær að boðað yrði til hluthafafundar til að kjósa nýja stjórn.

Að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, eins eiganda Seilar, er það krafa félagsins í kjölfar þessara deilna að stjórnarkjörið verði endurtekið, svo tekinn verði af allur vafi um hver sé rétt kjörin stjórn félagsins. Sigurgeir býst við að krafa félagsins verði samþykkt.

„Þegar hluthafi sem hefur þetta mikinn hlut óskar eftir hluthafafundi verður það að gerast,“ segir hann. Ekki eru allir hluthafar Vinnslustöðvarinnar sammála um að endurtaka eigi kjörið og nú hefur Seil og Vinnslustöðinni hf. verið hótað lögbanni og málsókn vegna óskar um hluthafafund, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert