Þyrla Gæslunnar á ótrúlegri brúðarmynd

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Brúðkaupsljósmyndarinn CM Leung fangaði heldur betur stórfenglegt augnablik þegar honum tókst að ná mynd af hvítklæddri brúði á svörtum sandi, með þyrlu Landhelgisgæslunnar svífandi yfir.

Myndin var tekin hér á landi 15. júlí sl., þegar þyrlan sótti slasaðan ferðmann á Sólheimajökul, en þannig vildi til að Leung var að mynda brúðhjón skammt frá. Þegar þyrlan tók á loft, bað ljósmyndarinn brúðina að stilla sér upp, sem hún og gerði, en þegar loftfarið fór hjá fauk stóísk róin, og slörið og hárið, út í veður og vind.

Að sögn Svanhildar Sverrisdóttur hjá Landhelgisgæslunni er umrædd mynd eilítið blekkjandi; þyrlan lengra frá brúðinni en virðist og aldrei nein hætta á ferðum. „En brúðhjónin fengu náttúrlega ótrúlega flotta mynd og aðgerð Landhelgisgæslunnar gekk vel,“ sagði hún þegar mbl.is falaðist eftir staðfestingu á atvikinu.

Sjón er sögu ríkari. Það var Metro.co.uk sem sagði frá.

Crazy ! Behind the scene . Iceland . #icelandwedding #weddingphotography #prewedding #weddingday

A video posted by CM Leung (@cmleung) on Jul 17, 2016 at 12:55pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert