Brenndi nokkrum kílóum á dansgólfinu

Mikið líf og fjör var í miðbænum í dag, en hiti fór hátt í 20 gráður sem er með því mesta sem mælst hefur í sumar. Fjölmargir nýttu góða veðrið til að sóla sig og njóta lífsins, en mbl.is fór á stúfana og fangaði stemninguna í bænum. 

Allir viðmælendur mbl.is ætluðu að halda sig í bænum um verslunarmannahelgina, njóta sólarinnar og jafnvel skrifa nokkrar sögur. Einn sagðist ekki leggja í að fara á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, þar sem hann brenndi að eigin sögn nokkrum kílóum á dansgólfinu þegar hann gerði það síðast.

Frétt mbl.is: Hitinn gæti orðið sá mesti í sumar

Hit­inn í sum­ar hef­ur mest farið í 18,9 gráður í borg­inni en það gerðist fyrr í þess­um mánuði. Að sögn veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands kem­ur í ljós síðar í dag hvort hit­inn í dag verður meiri.

Eng­ar lík­ur eru aft­ur á móti á því að hita­metið í Reykja­vík verði slegið. Það var sett 30. júlí 2008 þegar hit­inn mæld­ist 25,7 gráður.

Spáð er álíka heitu veðri á höfuðborg­ar­svæðinu á morg­un en eft­ir það fer að kólna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert