Heimsleikarnir í myndum

Tvær íslenskar á verðlaunapalli.
Tvær íslenskar á verðlaunapalli. Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir

Heimsleikunum í crossfit lauk síðastliðið sunnudagskvöld með glæsilegum sigri Katrínar Tönju Davíðsdóttur sem hlaut titilinn hraustasta kona heims annað árið í röð. Aðrir íslenskir keppendur stóðu sig einnig vel á mótinu og hafnaði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir til að mynda í þriðja sæti og Björgvin Karl Guðmundsson í því áttunda í flokki karla.

Annie Mist Þórisdóttir hafnaði í þrettánda sæti og þá Þuríður Erla Helgadóttir í því nítjánda. Haraldur Holgersson keppti í flokki unglingsdrengja 16-17 ára þar sem hann endaði í áttunda sæti og varð Hilmar Þór Harðarson átjándi í masters-flokki 55-59. Lið CrossFit XY hafnaði í 32. sæti í liðakeppninni.

Sjáið myndirnar af íslensku keppendunum frá lokadegi mótsins í meðfylgjandi syrpu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert