Leiguverð hefur lækkað undanfarið

Lægsta leiguverð á fermetra er á Suðurlandi.
Lægsta leiguverð á fermetra er á Suðurlandi. Ljósmynd/Kristjan Bergsteinsson

Leiguverð hefur lækkað um að meðaltali 1,6% á landsvísu undanfarna þrjá mánuði. Hæsta leiguverð á fermetra er á stúdíóíbúðum og á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er það á Suðurlandi.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum Þjóðskrár Íslands um þróun leiguverðs, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Guðlaugur Ö. Þorsteinsson hjá Leigulistanum segir að eftirspurn eftir íbúðum til leigu hafi aukist verulega á sama tíma og framboðið hafi dregist saman. Ekki sé því hægt að rekja þessa lækkun leiguverðs til breyttrar samsetningar framboðs og eftirspurnar á markaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert