Næstu tvær vikur verða þyngstar

Um 10% sjúkrarúma er ónýttur yfir sumarið á Landspítalanum.
Um 10% sjúkrarúma er ónýttur yfir sumarið á Landspítalanum. mbl.is/Golli

Aukið álag er á starfsfólki Landspítalans yfir sumartímann vegna manneklu sem tengist sumarfríum. Af þeim sökum eru 63 sjúkrarúm ekki í notkun, en það eru um 10% allra sjúkrarúma á spítalanum. 

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, að ekki sé dregið meira saman nú en áður yfir sumartímann. „Þetta hefur þau áhrif að flæðið verður hægara en við hefðum viljað,“ segir Anna Sigrún.

Hún segir að yfir sumartímann sé dregið úr skipulögðum aðgerðum. Á móti sé meira álag á öðrum sviðum spítalans, t.a.m. bráðamóttöku, sem ekki síst er tengt auknum fjölda ferðamanna í landinu. Þá er einnig dregið úr starfsemi hjá heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasjúkrahúsum, sem eykur álag enn frekar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert