Segja veg í ömurlegu ástandi

Reykjastrandarvegurinn er holóttur og erfitt er að keyra hann.
Reykjastrandarvegurinn er holóttur og erfitt er að keyra hann. Ljósmynd/Tómas Úlfarsson

„Vegurinn er bara í ömurlegu ástandi. Það er algjörlega fráleitt að fólkinu sem býr við þennan veg sé boðið upp á þetta.“

Þetta segir Viggó Jónsson sem er í sveitarstjórn Sauðárkróks um ástand Reykjastrandarvegarins. Vegurinn er fjölfarnasti malarvegur í Skagafirði og er mjög holóttur.

Pálmi Þorsteinsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, telur ólíklegt að bundið slitlag verði lagt á veginn vegna fjárskorts. Þó stendur til að hefla hann í náinni framtíð, að því er fram kemur í umfjöllun um veg þennan þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert