Yfir þúsund túristar

Tvö skemmtiferðaskipanna gátu lagst að bryggju í eyjum en hið …
Tvö skemmtiferðaskipanna gátu lagst að bryggju í eyjum en hið þriðja var of stórt til þess. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Þetta er metár í komu farþegaskipa. Það verða hátt í fjörutíu skemmtiferðaskip sem koma hér við í ár,“ segir Páll Marvin Jónsson, formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.

Í gær komu þrjú skemmtiferðaskip til hafnar á sama deginum í Heimaey. Yfir þúsund ferðamenn af skipunum gerðu sér ferð í bæinn og settu svip á hann, enda búa ekki nema rúm fjögur þúsund manns í Vestmannaeyjabæ.

Skipin heita Ocean Diamond, Saga Sapphire og L'Austral, en tvö þeirra komu í höfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert