Of margir bílaleigubílar

Um 21 þúsund bílaleigubílar eru í umferðinni.
Um 21 þúsund bílaleigubílar eru í umferðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er almennt offramboð á bílaleigubílum í dag,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, sem er með um 4.000 bíla í rekstri. Rúmlega 21.500 bílaleigubílar eru skráðir á Íslandi í dag en í upphafi árs 2015 voru þeir um 17.500.

„Ég tók þá ákvörðun að fjölga bílum hóflega og ég hugsa að það hafi almennt verið stefnan hjá stærri bílaleigum og fjölgunin sé mest hjá þeim minni,“ segir Steingrímur í umfjöllun um markað fyrir bílaleigubíla í Morgunblaðinu í dag.

Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Procar, segir gnótt bíla komna inn á markaðinn og það hafi áhrif á verð. „Offramboðið er algjört og menn eru að skjóta verðinu hver undir annan. Bílaleigumarkaðurinn í ár er allt annar en hann var í fyrra þegar eftirspurnin var töluvert meiri en framboðið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert