Stórt skarð höggvið í útgerðina í Þorlákshöfn

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. Ljósmynd/Bergsteinn Einarsson

HB Grandi hefur fest kaup á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorskígildistonna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn.

Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir stórt skarð höggvið í útgerð og fiskvinnslu bæjarins.

„Þetta er þungt að melta en við eigum eftir að setjast niður og skoða þetta aðeins,“ segir Gunnsteinn og bætir við að störfum í bænum muni fækka til muna með þessu.

„Einhverjir sextíu starfsmenn eru sagðir vera hjá fyrirtækinu. Eitthvað af þessu er vertíðarbundið en miðað við þetta þá gætu þetta verið um fjörutíu til fimmtíu heilsársstöðugildi sem tapast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert