Pirraðar kríur og ótrúir svanir á Tjörninni

Margir kunna að halda að það séu aðeins endur sem synda um á Reykjavíkurtjörn en það er fjarri sanni og fuglaáhugamaðurinn Aron Leví Beck leiddi mbl.is í allan sannleikann um fuglalífið á tjörninni

Aron hefur vakið athygli á Twitter fyrir fróðleiksmola um fugla undir myllumerkinu #fuglatwitter, og urðum við því einnig að forvitnast um það hvaðan þessi mikli áhugi á fuglum kæmi. 

Aron segir um sjötíu tegundir fugla vera við Tjörnina, en auk nokkurra andategunda má einnig nefna máva, álftir og kríur. Meðal tegunda sem Aron fræddi okkur um var álftin, en eins og margir vita eru álftir einkvænisfuglar. Eru þær oft á tíðum notaðar sem eins konar tákn fyrir ástina, en að sögn Arons er ástarlíf þeirra þó mun flóknara en svo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert