Tvær útafkeyrslur í Skriðdalnum

Tveir bílar fóru út af þjóðvegi 1 í Skriðdal á Fljótsdalshéraði í kvöld.  Erlendir ferðamenn voru í báðum bílunum og var farið með farþega annars bílsins til frekari skoðunar á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað.

Fyrri bíllinn fór út af veginum um fimmleytið í dag og átti atburðurinn sér stað er hann ætlaði að taka fram úr bílnum á undan með þeim afleiðingum að bílinn fór út af veginum.

Seinna atvikið átti sér stað um um áttaleytið í kvöld þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum í lausamöl með þeim afleiðingum að hann valt. Tveir voru í bílnum, sem var fjarlægður af vettvangi með kranabíl. Farið var með farþega bílsins til frekari skoðunar á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað.

Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum urðu útafkeyrslurnar ekki stað á sama vegkaflanum. Þá segir lögregla að skyggni sé gott sem og færð, en mikið af ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, sé hins vegar á ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert