Biðlistar styttast hratt

Mikið álag hefur verið á starfsfólk sjúkrahúsanna. Það er ekki …
Mikið álag hefur verið á starfsfólk sjúkrahúsanna. Það er ekki að minnka á meðan svona átak gegn biðlist- um stendur yfir. Samhæfðar aðgerðir og meiri peningur frá ríkinu hefur gert þeim kleyft að ná markmiðum sínum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Jú, þetta eru ánægjulegar tölur,“ segir Laura Scheving Thorsteinsson hjá Embætti landlæknis, en frá árinu 2007 hefur embættið staðið fyrir innköllun og úrvinnslu á stöðu biðlista eftir völdum aðgerðum á helstu aðgerðastöðum landsins.

Kallað er eftir þessum upplýsingum á þriggja mánaða fresti og unnið úr þeim. „Bráðaaðgerðir eru ekki inni í þessum tölum, því þær hafa alltaf forgang. Langur biðtími getur haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks. Margir þjást af verkjum og geta ekki unnið á meðan þeir bíða,“ segir Laura Scheving.

Eftir átak sem hófst í mars hafa biðlistar eftir brjóskloss-, augasteina- og liðskiptaaðgerðum, aðgerðum vegna kviðslits og ýmsum öðrum aðgerðum styst verulega, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert