Icelandair lækkað um 55 milljarða

Bréf Icelandair hafa lækkað um rúm 28% á fjórum mánuðum.
Bréf Icelandair hafa lækkað um rúm 28% á fjórum mánuðum. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréf Icelandair Group lækkuðu um ríflega 8% í viðskiptum í Kauphöll í gær. Lækkunin er rakin til þess að á fimmtudag gaf félagið út breytta afkomuspá fyrir árið.

Er nú gert ráð fyrir því að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt muni nema 210-220 milljónum dollara, sem jafngildir 25,1-26,3 milljörðum íslenskra króna. Fram að því að tilkynningin var gefin út gerði félagið ráð fyrir að samsvarandi hagnaður næmi 235 til 245 milljónum dollara eða 28,1-29,3 milljörðum króna.

Frá því að bréf Icelandair Group náðu sínu hæsta gildi í lok apríl síðastliðins hafa bréf félagsins lækkað um 28%. Þannig hefur markaðsvirði félagsins rýrnað um 55 milljarða króna. Í lok apríl var félagið metið á 194,5 milljarða króna en nú stendur virðismatið í 139,5 milljörðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert