Ingó í beinni frá Eyjum

Ingólfur Þórarinsson, öðru nafni Ingó Veðurguð.
Ingólfur Þórarinsson, öðru nafni Ingó Veðurguð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Símafyrirtækið Nova stendur fyrir beinum útsendingum frá Eyjum alla helgina og verður hægt að nálgast þær hér á mbl.is. Í fyrstu útsendingunni er það Ingó Veðurguð sem heldur tónleika fyrir utan 900 Grillhús og lofar Veðurguðinn lifandi stemmningu og munu bongótrommur og harmonika meðal annars koma við sögu á tónleikunum. „Þetta verður allur skalinn, en ég mun syngja lög meðal annars eftir Stuðmenn og Friðrik Dór. Ég hvet alla til að mæta en það er einmitt það sem Þjóðhátíð snýst um, að gott og hresst fólk skemmti sér saman,“ segir Ingó.

Á milli klukkan 13.00 og 18.00 á morgun munu svo DJ Margeir, Sísí Ey, Högni Egilsson, Aron Can og Gísli Pálmi troða upp á sama stað og allt verður þetta í beinni útsendingu.

Sérðu ekki myndbandið hér að neðan? Farðu þá á Facebook-síðu Nova og horfðu þar.

Frekari upplýsingar um viðburðina má finna hér



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert