Mikið vatn í Bláfjallakvísl

Bílvaðið yfir Bláfjallakvísl. Það er nú töluvert dýpra en vanalega …
Bílvaðið yfir Bláfjallakvísl. Það er nú töluvert dýpra en vanalega og aðeins fært vel búnum jeppum. Ljósmynd/ Sóla

Mikið jökulvatn er nú í Bláfjallakvísl, sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er áin nú ekki fær nema vel búnum jeppum og þarf fólk að fara varlega. Vanalega er áin fær jepplingum og vaðandi fólki, en talsvert meira vatn er í henni nú en venjulegt er.

Ástæðan er breyttur farvegur vatnsins, þar sem vatn sem vanalega rennur í Innri-Emsturá rennur nú í Bláfjallakvísl, en upptök ánna eru mjög nálægt hvor öðrum.

Brennisteinslykt við Múlakvísl

Þá hefur fundist brennisteinslykt við Múlakvísl, en þetta er í þriðja sinn í sumar sem slík lykt finnst þar. Rafleiðni þar er há en jarðhitavirkni undir jöklinum veldur lekanum.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er virknin árstíðabundin og yfirleitt meiri yfir sumartímann. Fylgst er með þróun mála en brennisteinslykt gæti verið vísbending um að jökulhlaup sé að hefjast, þótt ekk­ert sé hægt að segja til um það að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert