Sá milljónasti kemur í ágúst

FráKeflavíkurflugvelli.
FráKeflavíkurflugvelli. mbl.is/ÞÖK

„Eftir næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að um 930.000 erlendir ferðamenn hafi komið til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll. Farþegaspá okkar gerir svo ráð fyrir 240.000 ferðamönnum í ágúst – svo við teljum að milljónasti ferðamaðurinn verði kominn í kringum 10. ágúst næstkomandi.“

Þetta segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia í Morgunblaðinu í dag. Inni í þessum tölum eru ekki þeir ferðamenn sem hingað koma til lands um aðra flugvelli, með Norrænu eða öðrum farþegaskipum, en talningar á Keflavíkurflugvelli ná til um 97% þeirra sem hingað koma.

Milljónasti ferðamaðurinn var nokkuð seinna á ferðinni í fyrra, skilaði sér til landsins í september, en það ár komu alls um 1,3 milljónir ferðamanna til landsins. Árið 2014 voru þeir um 1,1 milljón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert