Vill þjóðarátak gegn kynferðisofbeldi

mbl.is kíkti á Þjóðhátíð í dag og tók gesti og gangandi tali. Meðal þeirra sem urðu á vegi blaðamanna var Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum. Spurður um áherslur hátíðarinnar í ár sagði Elliði að Eyjamenn vildu að gestir tækju þátt í hátíðinni á þeim forsendum sem lagt hefði verið upp með í gegnum tíðina.

„Þessa hátíð leggjum við sérstaklega áherslu á að koma í veg fyrir kynferðisbrot og öll önnur ofbeldisbrot. Við eigum að hjálpast öll að, við eigum að útrýma þessu úr íslensku samfélagi; það er ekkert eðlilegt ástand að núna, þegar árið er rétt liðlega hálfnað, hafi 88 manns þurft að leita sér aðstoðar á neyðarmóttökunni,“ segir Elliði.

„Þannig að maður vill sjá þjóðarátak til að berjast gegn þessu böli og ef við hér í Vestmannaeyjum getum orðið flaggskipið í þeirri baráttu þá skal ekki á okkur standa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert