17-18 stig þar sem hlýjast verður

Hitaspá kl. 12 í dag.
Hitaspá kl. 12 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

„Veðrið í morgun var bara mjög líkt því sem við vorum að spá. Mér sýnist í fljótu bragði þetta vera mjög svipað og gert var ráð fyrir; það eru ekki miklar breytingar á veðrinu í dag, það verður mjög svipað og var í gær.“

Þetta segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um útlitið fyrir helgina.

Gera má ráð fyrir að hiti fari upp í 17-18 stig í dag þar sem hlýjast verður, t.d. í uppsveitum og á Suðurlandi. Hins vegar verður fremur svalt fyrir norðan og austan í dag og hiti ekki nema 8-12 gráður þegar best lætur.

Veðurvefur mbl.is

Í morgun var 6-8 stiga hiti fyrir norðan og reyndar kalt á Suðurlandi líka, en lægsti hiti mældist á Þingvöllum; 1,5 stig. Þar var dægursveiflan mikil, þ.e. munurinn á degi og nóttu.

„Á morgun má búast við skúrum sunnan- og vestanlands, og stöku skúrum norðan- og austanlands. Það er helst að Vestfirðirðirnir sleppi við skúri. Það er þá einkum síðdegis, þannig að fyrir hádegi ætti að vera úrkomulítið og svo einhverjir skúrir síðdegis.

Og á mánudaginn má búast við meiri skúrum sunnan- og vestanlands og það verða einhverjir skúrir allan daginn þar. Norðan- og austanlands er það einkum síðdegis en ætti að vera úrkomulítið fyrir hádegi.“

Helga segir að þar sem rignir á Suður- og Vesturlandi á mánudag megi gera ráð fyrir hressilegum dembum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert