Afnám verðtryggingarinnar lagt fram sem þingmannafrumvarp?

Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Silja Dögg Gunnarsdóttir.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið í vegi fyrir því að frumvarp um afnám verðtryggingarinnar væri lagt fram á Alþingi. Hún vill að frumvarpið fái umræðu í þinginu og segist telja að meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar væru þeir sem væru á bandi með Framsóknarflokknum.

Þetta kom fram í Vikulokunum á Rás 1 rétt í þessu.

Til umræðu voru þau mál sem þarf að klára áður en gengið verður til kosninga í haust. Spurði þáttastjórnandi, Helgi Seljan, að því hvort það væri ekki ljóst að ekki væri samstaða í ríkisstjórninni um mál á borð við afnám verðtryggingarinnar.

Silja játti því og sagði ekkert launungarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hefði komið í veg fyrir framgang málsins. Sagðist hún vilja sjá frumvarpið lagt fram og rætt, jafnvel þótt það yrði þá þingmannafrumvarp en ekki ríkisstjórnarfrumvarp. Silja sagði þetta hafa verið rætt innan Framsóknarflokksins og að aðrir væru á sömu skoðun og hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert