Engir umferðartappar í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Mikil umferð hefur verið um Hvalfjarðargöng það sem af er verslunarmannahelgi. Umferð var einna mest í gær, föstudag, og var nokkuð stöðug umferð um göngin allt frá hádegi og fram á kvöldið.

Marinó Tryggvason, rekstrarstjóri og öryggisfulltrúi Spalar, segir í samtali við mbl.is að umferð hafi gengið vel og örugglega fyrir sig þrátt fyrir talsvert mikla umferð.

Hann segir umferðina um göngin hafa verið nokkuð jafna til norðurs og suðurs en aldrei hafi myndast stórir umferðartappar líkt og gerðist við Selfoss í gær.

Frétt mbl.is: Miklar umferðartafir við Selfoss

„Traffíkin hefur bara gengið vel, verið mikil en allt gengið að óskum,“ segir Marinó. Hann hafði ekki nákvæmar tölur yfir umferðina en hún hafi þó verið nokkru meiri en flestar helgar í sumar, enda stærsta ferðahelgi ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert