Fjölgun hælisumsækjenda

Umsóknarstaflinn hækkar hjá Útlendingastofnun.
Umsóknarstaflinn hækkar hjá Útlendingastofnun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Já, það eru fleiri hælisumsækjendur í júlímánuði í ár en í júlí í fyrra, í dag eru komnar 34 umsóknir í mánuðinum en í fyrra voru komnar 22 umsóknir á þessum tíma,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar.

Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá afgreiddi Útlendingastofnun nærri jafnmargar hælisumsóknir á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 og allt árið 2015. Fimmtíu og þremur einstaklingum var veitt hæli eða önnur vernd á Íslandi en þar af voru Írakar fjölmennastir eða sautján talsins.

Í gær upplýsti Kristín María í samtali við Morgunblaðið að 34 umsóknir hefðu bæst við í júlímánuði. 274 umsóknir um hæli hafa verið lagðar fram nú þegar árið er rúmlega hálfnað en í fyrra voru umsóknirnar yfir allt árið 86.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert