Flugeldasýningin 700 bombur

Meðlimir Björgunarfélags Vestmannaeyja, sem sjá um flugeldasýningu kvöldsins, með hluta …
Meðlimir Björgunarfélags Vestmannaeyja, sem sjá um flugeldasýningu kvöldsins, með hluta af sýningunni. Fv Tryggvi Stein, Sindri, Ásgeir, Atli Freyr, Bjarki, Reynir, Garðar, Elvar Þór og Guðni Hans. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Hún er í kringum 700 bombur,“ segir Sindri Valtýsson hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja um flugeldasýninguna á þjóðhátíð í ár.

Flugeldarnir vega um tvö og hálft tonn með öllum tertum, bombum og tilheyrandi að sögn Sindra en sýningin í ár verður aðeins stærri en sýningin í fyrra. „Við erum búnir að vera að prófa nýtt seinustu árin, höfum dreift henni dálítið,“ segir Sindri en þetta verður annað árið í röð sem flugeldunum verður ekki öllum skotið upp frá sama klettinum.

Flugeldasýningin ætti að standa yfir í sex og hálfa til sjö mínútur ef allt gengur að áætlun sveitarinnar. Fólk var þegar farið að flykkjast að brekkunni til að fylgjast með dagskrá kvöldsins sem nær hápunkti sínum með flugeldasýningunni sem hefst á miðnætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert