Nýtur þess að finna fegurðina í umhverfinu

Arna er búsett í Osló ásamt eiginmanni sínum og tveimur …
Arna er búsett í Osló ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum.

Mynd segir meira en þúsund orð. Það veit Arna Helgadóttir svo sannarlega, en hún setti sér skemmtilegt markmið í fæðingarorlofinu: Að taka frumlegar myndir af dóttur sinni á mánaðar fresti.

Evey Aris er orðin níu mánaða gömul og myndasafnið orðið myndarlegt og hafa myndirnar vakið athygli fyrir fegurð og fjölbreytni, en meðal aukahluta á myndunum má finna ávexti og múmínbolla.

Ég las einhvers staðar að maður sjái hvað fólk elskar út frá því hvað það tekur myndir af,“ segir Arna, sem hefur haft þessa visku að leiðarljósi frá því að börnin hennar fæddust. „Ég reyni því að taka myndir af því sem gleður mig og mér finnst gaman að horfa á og langar að muna eftir.“

Arna er búsett í Noregi ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Valdimarssyni og börnum þeirra, Valdimar Eldi, sem verður 4 ára í haust, og Eveyju Aris, 9 mánaða. Fjölskyldan fluttist til Oslóar þegar Arna komst inn í nám í viðskiptafræði við Handelshøyskolen BI. „Ég var byrjuð í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist því frá HR en með skiptinám úr BI.“ Í haust ætlar Arna í meistaranám í vinnusálfræði við BI í Osló. Gunnar starfar sem húðflúrari og getur því stundað sína vinnu nánast hvar sem er í heiminum og hafa þau komið sér vel fyrir í Osló.

Evey Aris fæddist í Noregi í október síðastliðnum og segir Arna það vera talsvert öðruvísi upplifun að vera með ungbarn fjarri nánustu fjölskyldu og vinum. „Ég nota samfélagsmiðla kannski meira en flestir þar sem ég er aðeins einangraðri hér en á Íslandi og samfélagsmiðlar eru frábær tæki til að finna eitthvað skemmtilegt til að gera með krökkunum,“ segir Arna, sem notar samfélagsmiðla einnig til að finna ýmsan innblástur fyrir myndatökur sem eru að verða stórt áhugamál hjá henni.

Krúttleg hugmynd

Þegar Evey Aris fæddist setti Arna sér það markmið að taka af henni skemmtilegar myndir á mánaðarfresti til að varpa ljósi á þroskaferlið og festa fallegar minningar á filmu. „Það getur verið erfitt að vera ein heima með lítið barn og ég setti mér markmið til að halda mér aðeins gangandi en ekki týnast uppi í rúmi og sofa með barninu.“ Hugmyndina að myndaseríunni fékk Arna á Pinterest. „Þar voru margar myndir með blómum og ég vann út frá þeim. Fyrsti mánuðurinn er kannski sá ljótasti sem ég gerði, það eru bara einhverjir sokkar, en ég var dauðþreytt eftir fæðinguna og þetta var það eina sem ég átti. Ég hugsaði að ég yrði að gera þetta svo ég ætti eitthvað frá þessum tíma til að gefa henni seinna.“ Útkoman varð svo stórskemmtileg. „Eftir það varð þetta ótrúlega gaman. Þegar hún var tveggja mánaða notaði ég jólaskraut og það kom svo fallega út að ég gat ekki hætt að horfa á hana. Eftir það vatt þetta upp á sig og varð skemmtilegra með hverjum mánuðinum.“

Múmínálfar í nýju hlutverki

Grundvallarhugmyndin er því fengin af Pinterest, það er að búa til tölustafinn með hlutum, en svo hefur Arna prófað sig áfram með alls kyns hluti sem hægt er að nota. Uppáhalds myndin hennar er af sex mánaða Eveyju Aris, þar sem tölustafurinn er myndaður með ávöxtum og grænmeti. „Það var eiginlega auðveldasta myndin. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, ég var nýbúin að fara út í búð og henti ávöxtunum og grænmetinu á rúmið.“ Átta mánaða myndin er einnig í uppáhaldi en þar liggur talsverð vinna að baki. „Ég bakaði bollakökur, en það var bara afsökun til að hafa eitthvað að borða og hafa smá veislu, fyrst ég var nú að þessu,“ segir hún og hlær.

Nýjasta myndin, af níu mánaða Eveyju Aris, er líklega sú frumlegasta, en Arna notaði múmínbollasafnið sitt, sem er ansi myndarlegt, til að mynda tölustafinn níu. „Ég notaði ekki einu sinni alla bollana mína,“ segir Arna og hlær. Fjölskyldualbúmið er einnig orðið mjög myndarlegt, enda er Arna oft með myndavél eða símann á lofti. „Ég tek mjög margar myndir af börnunum mínum, kannski vandræðalega margar. En þetta er bara til gamans og til að hafa eins mikla fegurð og maður getur í kringum sig og skapa sína eigin fegurð.“ Ljósmyndahæfileikar Örnu hafa aðeins spurst út og er hún farin að taka myndir af nýfæddum börnum í hverfinu fyrir vinkonur sínar. „Eins og ég segi er þetta bara til gamans gert og til að halda tengingu við fólk.“

Sofandi blómabörn

Annað áhugamál hjá Örnu er að taka myndir af börnum sínum sofandi. „Það eru svo ódýr blóm hérna í Osló og ég umvef hana stundum blómum áður en ég mynda hana. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona lifandi hluti í kringum mig.“ Myndaalbúm fjölskyldunnar eru orðin þó nokkur og er Arna dugleg að láta prenta myndir sem hún tekur. „Ég er sjúk í að gera myndaalbúm og læt prenta nánast allar myndir sem ég tek. Þetta eru ekki einu mánaðarmyndirnar sem ég tek af Eveyju, ég tek líka myndir af henni í rimlarúminu með bangsa. Ég er eiginlega hætt að pósta öllum myndum á samfélagsmiðla, af virðingu við annað fólk,“ segir hún og skellir upp úr.

Valdimar Eldur er lítið að kippa sér upp við myndatökur móður sinnar, þó hann sé ekki eins viljug fyrirsæta og dóttirin „Það er aðeins erfiðara að taka myndir af honum, en ég er mjög heppin að börnin sofa mjög fast þannig ég er svolítið í því að kveikja ljósin þegar þau sofa og taka myndir af þeim.“ Arna tók einnig mánaðarmyndir af syni sínum. „Þær voru allar teknar á sama stað og hann var eins klæddur í hvert sinn. En það var ekki jafn mikið dúllerí, en mér þykir rosalega vænt um þær.“

Arna hvetur sem flesta foreldra, sem hafa áhuga á að búa til skemmtilegar myndaminningar með börnum sínum, að nýta netið og samfélagsmiðla í leit að hugmyndum. „Þetta er alls ekki flókið, ég nota símann minn við myndatökurnar. Það er alltaf verið að minna mann á að taka myndir en það er erfitt og maður þarf stundum að pína sig til þess. En það er algjörlega þess virði.“

Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta …
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta þrátt fyrir ungan aldur. Sokkar, leikföng og blóm, eru meðal leikmuna sem hafa prýtt myndirnar.
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta …
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta þrátt fyrir ungan aldur. Sokkar, leikföng og blóm, eru meðal leikmuna sem hafa prýtt myndirnar.
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta …
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta þrátt fyrir ungan aldur. Sokkar, leikföng og blóm, eru meðal leikmuna sem hafa prýtt myndirnar.
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta …
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta þrátt fyrir ungan aldur. Sokkar, leikföng og blóm, eru meðal leikmuna sem hafa prýtt myndirnar.
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta …
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta þrátt fyrir ungan aldur. Sokkar, leikföng og blóm, eru meðal leikmuna sem hafa prýtt myndirnar.
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta …
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta þrátt fyrir ungan aldur. Sokkar, leikföng og blóm, eru meðal leikmuna sem hafa prýtt myndirnar.
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta …
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta þrátt fyrir ungan aldur. Sokkar, leikföng og blóm, eru meðal leikmuna sem hafa prýtt myndirnar.
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta …
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta þrátt fyrir ungan aldur. Sokkar, leikföng og blóm, eru meðal leikmuna sem hafa prýtt myndirnar.
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta …
Ein mynd á mánuði. Evey Aris er orðin þaulvön fyrirsæta þrátt fyrir ungan aldur. Sokkar, leikföng og blóm, eru meðal leikmuna sem hafa prýtt myndirnar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert