Bjargað upp úr Reykjavíkurhöfn

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Mikill viðbúnaður slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila er nú við Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að bíll væri í höfninni og er málið í skoðun.

Uppfært kl 23:00: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var einn í bílnum og hafði viðkomandi verið bjargað upp í nálægan bát þegar slökkviliðið kom á staðinn. Var konunni komið í sjúkrabíl og keyrt með hana á sjúkrahús til nánari aðhlynningar. Staðfest er að aðeins einn hafi verið í bílnum þegar hann fór ofan í sjóinn.

Reynt verður að ná bílnum upp á næstunni, en kafari slökkviliðsins er á vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka