Gæsluvarðhald staðfest

Morgunblaðið/Ómar

Nítján ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. ágúst að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Var það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Pilturinn er grunaður um tvö kynferðisbrot, annað á höfuðborgarsvæðinu en hitt á Suðurnesjum. Hann hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Rannsókn málsins miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Frétt mbl.is: 19 ára grunaður um tvær nauðganir

Fréttatíminn greindi frá því í gær að pilturinn væri nítján ára og grunaður um tvær nauðganir. Brotin framdi hann með nokkurra daga millibili.

Fyrra málið kom upp í lok júlí en fór Lög­regl­an á Suður­nesj­um, þar sem brotið mun hafa átt sér stað, þá ekki fram á gæslu­v­arðhald. 

Seinna málið kom upp á höfuðborg­ar­svæðinu sex dög­um síðar og fór Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu þá fram á gæslu­v­arðhald á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert