Minntust fórnarlamba kjarnorkuárása

Frá kertafleytingarathöfninni í kvöld.
Frá kertafleytingarathöfninni í kvöld. mbl.is/Golli

Hin árlega kertafleytingarathöfn fór fram við suðvesturbakka Reykjavíkurtjarnar í kvöld. Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki.

Talið er að hátt í tvö hundruð manns hafi tekið þátt í athöfninni.

Hildur Knútsdóttir rithöfundur flutti ávarp en Hilmar Guðjónsson leikari var fundarstjóri.

Samstarfshópur friðarhreyfinga, sem er samstarfsverkefni ýmissa friðarsamtaka og -hópa, stóð fyrir athöfninni.

71 ár er í dag liðið síðan Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á Nagasaki. Alls fórust 74 þúsund manns í upphaflegu sprengingunni. Þúsundir til viðbótar dóu á næstu mánuðum og árum vegna geislunar.

Árásin á Nagasaki var gerð þremur dögum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima. Hún varð 140 þúsund manns að bana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert