Enginn kannaðist við að hafa ekið bílnum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Júlíus

Umferðaróhapp varð á Vesturlandsvegi við Viðarhöfða skömmu eftir miðnætti í nótt. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjórir ölvaðir menn hafi verið á slysstað þegar lögreglan kom á vettvang en enginn þeirra vildi kannast við að hafa ekið bifreiðinni.

Voru mennirnir handteknir og vistaðir í fangageymslu.

Þá fékk lögregla tilkynningu um slys við Fluguskeið klukkan sjö í gærkvöldi, eftir að kona kastaðist af baki hests. Hún heyrði smell í bakinu er hún lenti og fann síðan þar til eymsla. Var hún flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans.

Þá stöðvaði lögreglan bíla við Reykjanesbraut við Ásvelli í Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt. Eru ökumennirnir grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert