Karen Elísabet gefur kost á sér

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir. Ljósmynd/Karen Elísabet Halldórsdóttir

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninganna í haust. Karen hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Kópavogsbæ og Sjálfstæðisflokkinn og meðal annars átt sæti í miðstjórn flokksins og gegnt formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd hans.

Karen er með BA-gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Helstu áherslur hennar eru áframhaldandi lækkun skatta og að hlúð sé að innviðum landsins, s.s. í heilbrigðisþjónustu og velferðarmálum. Taka þurfi enn fremur ákveðin skref í verndun náttúrunnar í ljósi mikils ferðamannastraums og taka upp gjaldheimtu í þeim tilgangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert