Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll

Elín Hirst alþingismaður.
Elín Hirst alþingismaður.

Á næstu dögum verður lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu. Í samtali við mbl.is segir hún að undirbúningur málsins hafi tekið nokkrar vikur og að þingmenn bæði  úr stjórn og stjórnarandstöðu komi að því.

Elín segir að mikilvægt sé að fólk um allt land sé spurt um þetta mál, enda sé um að ræða höfuðborg allra landsmanna meðal annars með hagsmuni þeirra í huga sem verða veikir og þurfa að komast hratt á sjúkrahús.

Tillagan gengur út á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að fá fram vilja landsmanna í málinu en Elín tekur fram að ekki sé verið að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg, heldur geti niðurstaðan verið leiðbeinandi um pólitískan vilja fólks í þessu máli.

Elín segir tillöguna vera lagða fram á næstu dögum og að mikilvægt sé að hún verði tekin fyrir áður en þingi ljúki og haldið verði til kosninga. Þó segir hún ólíklegt vegna tímamarka að það takist að halda atkvæðagreiðsluna samhliða þingkosningum en að áætlunin sé að hún fari fram á allra næstu mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert