Töluverðar umferðartafir á Miklubraut

Langar raðir mynduðust á Miklubraut í morgun.
Langar raðir mynduðust á Miklubraut í morgun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Töluverðar umferðartafir urðu á Miklubraut í morgun vegna malbikunarframkvæmda sem eiga að standa yfir í allan dag.

Framkvæmdirnar áttu að hefjast klukkan 6 í morgun en þær drógust eitthvað á langinn, væntanlega vegna bleytu eftir nóttina, og því gætu þær dregist lengur en til 17 í dag eins og fyrirhugað var að þeim lyki.

Skólar settir í morgun 

Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir það gefa auga leið að tafir hafi myndast í morgun, sérstaklega vegna þess að flestir skólar hafi verið settir á sama tíma. „Umferðin er að aukast eftir sumarfrí. Hún var talsverð í morgun og einhverjar tafir mynduðust,“ segir hann.

„Ef veðrið verður þurrt hef ég trú á að þeir klári þetta í dag.“

Frétt mbl.is: Malbikað á Miklubraut 

Frá malbikunarframkvæmdunum í morgun.
Frá malbikunarframkvæmdunum í morgun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert