Bjúgu og boltaþorskar nyrðra

Feðginin Sigríður Sigurlína Pálsdóttir og Hartmann Páll Magnússon eru við …
Feðginin Sigríður Sigurlína Pálsdóttir og Hartmann Páll Magnússon eru við það að ná kvótanum á Geisla SK frá Hofsósi. Í gær stóð til að þau færu á Hornbanka í nótt. Ljósmynd/Erling Aðalsteinsson

Sigríður Sigurlína Pálsdóttir eða Silla Páls eins og hún er gjarnan kölluð stígur ölduna eins og hún hafi aldrei gert annað. „Vertíðin hefur gengið vel og við náum kvótanum vonandi fyrir helgi,“ segir hásetinn á Geisla SK á Hofsósi.

Hartmann Páll Magnússon, Palli í Pardus og faðir Sillu, hefur stundað útgerð á Hofsósi í um 45 ár ásamt því að hafa stofnað og rekið bíla- og búvélaverkstæðið Pardus til 2013. „Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að fá að fara með á sjóinn,“ segir Silla, sem var dubbuð upp í háseta fyrir nokkrum árum.

„Ég fór í síðbúna brúðkaupsferð fyrr í sumar og fann að pabbi var farinn að efast um að við myndum ná kvótanum en við höfum spýtt í lófana og þetta lítur vel út,“ bætir hún við í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert