Fjölgar ekki í takt við vöxt

Harpa Ólafsdóttir hagfræðingur Eflingar-stéttarfélags.
Harpa Ólafsdóttir hagfræðingur Eflingar-stéttarfélags. mbl.is/Ómar Óskarsson

Greinilega er full þörf á að halda vinnustaðaeftirliti áfram af fullum þunga því víða er pottur brotinn að sögn Hörpu Ólafsdóttur, hagfræðings Eflingar stéttarfélags.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hún, að margoft hafi komið í ljós að undanförnu að ekki sé greitt til stéttarfélaga af fjölda erlendra starfsmanna sem hingað koma á þjónustusamningum fyrirtækja, þar sem laun og greiðslur fara til heimalanda viðkomandi og eru ekki í samræmi við samninga og reglur á íslenskum vinnumarkaði.

Félagsmönnum í Eflingu hefur fjölgað mikið en komið hefur á daginn að fjöldi skráðra starfsmanna sem bæst hafa við í byggingariðnaði er þó langt undir því sem ætla má að sé starfandi hér ef miðað er við sýnilega þenslu í greininni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert