Kennarar gera nýjan samning

Allir vilja góða kennara
Allir vilja góða kennara mbl.is/Styrmir Kári

Samningar tókust í gær um nýjan kjarasamning Félags grunnskólakennara. Viðræður hafa staðið yfir frá því í júní, en þá felldu félagsmenn samning sem gerður var við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að nýi samningurinn byggist á þeim samningi sem gerður var í vor. Ýmis efnisatriði sem kennarar gerðu athugasemdir við þá hafi verið lagfærð og nýjum atriðum bætt við. Hann vill ekki skýra frá einstökum efnisatriðum fyrr en samningurinn hefur verið kynntur trúnaðarmönnum. „Þetta er betra en í vor,“ segir Ólafur þegar álits hans er leitað og segist hann vera nokkuð sáttur.

Samningurinn verður lagður fyrir félagsmenn til staðfestingar. Á Ólafur von á að niðurstaða fáist eftir hálfan mánuð. Reiknar hann með að samningurinn verði samþykktur að þessu sinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert