1.100 börn eru á biðlista í borginni

Fjör er í frístundum.
Fjör er í frístundum. mbl.is/Styrmir Kári

1.100 börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar, en skólastarf hófst í vikunni. Á frístundaheimilum dvelja 6-9 ára börn að lokinni kennslu á daginn.

Ástæðu biðlistanna má rekja til ráðninga á starfsfólki á frístundaheimilin. Í síðustu viku átti eftir að ráða 261 starfsmann í 127 stöðugildi. Í gær, miðvikudag, átti enn eftir að ráða 185 starfsmenn í 90 stöðugildi, að sögn Sigrúnar Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

Frá því í skólabyrjun hefur umsóknum um frístundaheimili fjölgað um 400 og hefur það áhrif á þörf fyrir starfsfólk. Um 3.240 börn eru komin inn á frístundaheimilin en um 1.100 eru á biðlista. Dæmi eru um að foreldrar sem hafi sótt um pláss á frístundaheimili í febrúar fyrir börn sín séu enn á biðlista, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert