Davíð Þór sóknarprestur í Laugarneskirkju

Davíð Þór Jónsson.
Davíð Þór Jónsson.

Séra Davíð Þór Jónsson hefur verið kjörinn sóknarprestur Laugarneskirkju. Frá þessu greinir formaður sóknarnefndar Laugarnessóknar á Facebook-síðu kirkjunnar. Embættið veitist frá 15. september næstkomandi.

„Um leið og við þökkum framúrskarandi umsækjendum um embætti sóknarprests fyrir einlægan áhuga og hlýja viðkynningu, þá tilkynni ég fyrir hönd kjörnefndar að sr. Davíð Þór Jónsson hefur verið kjörinn sóknarprestur,“ skrifar Aðalbjörg S. Helgadóttir, formaður sóknarnefndarinnar.

Alls sóttu þrír umsækjendur um embætti sóknarprests í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Auk Davíðs, sem starfaði sem héraðsprestur á Austurlandi, sóttu þau Inga Harðardóttir guðfræðingur og séra Stefán Már Gunnlaugsson, sóknarprestur á Vopnafirði, um embættið.

Í Laugarnesprestakalli er ein sókn, Laugarnessókn, með rúmlega 5.000 íbúa og eina kirkju, Laugarneskirkju. Núverandi sóknarprestur, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, er að flytja til útlanda og sagði embættinu lausu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert