Unnur Brá í fæðingarorlof

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, tilkynnti við upphaf þingfundar í dag að Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gæti ekki sótt þingfundi á næstunni þar sem hún hefði hafið töku fæðingarorlofs.

Fyrir vikið tekur Geir Jón Þórisson, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sæti Unnar á Alþingi. Geir hefur áður tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður og var hann boðinn velkominn til starfa að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert