Veltu fyrir sér tilgangi sumarþings

mbl.is/Styrmir Kári

Þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gerðu athugasemd við fá mál á dagskrá fundarins. Ekki væri boðlegt að boðuð atkvæðagreiðsla um þrjú mál sem til hafi staðið að taka fyrir í gær færi ekki fram vegna fjarvista þingmanna. Einnig væri þunnskipaður bekkurinn á þingnefndafundum.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, benti á að stjórnarmeirihlutinn hafi lýst því yfir að forsenda kosninga í haust væri að vel gengi að afgreiða ákveðin mál í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, spurði hversu lengi ætti að halda þingmönnum á sumarþingi þegar engin mál væru tekin fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert