Leituðu vopnaðs manns í Reykjavík

Lögreglan leitaði mannsins á miðvikudaginn og fannst hann eftir víðtæka …
Lögreglan leitaði mannsins á miðvikudaginn og fannst hann eftir víðtæka leit. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Karlmaður veittist að konu með hnífi í Reykjavík í fyrradag og hlaut konan áverka. Strax eftir árásina yfirgaf maðurinn svæðið og var lögregla kölluð til. Í framhaldinu hófst víðtæk leit að manninum sem fannst hann fljótlega. Að sögn lögreglu var maðurinn vistaður á viðeigandi stofnun. 

Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Maðurinn var talinn vopnaður hnífnum, en þó ekki talinn hættulegur fyrir almenna borgara. Samkvæmt Friðriki vopnaðist lögreglan við leit að manninum.

Konan hlaut minniháttar áverka af árásinni að sögn Friðriks og er ekki mikið slösuð. Hún og maðurinn þekktust fyrir árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert