Bruni við Hringhellu í Hafnarfirði

mbl.is/Þorgeir

Eldur er kominn upp við Hringhellu í Hafnarfirði, samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni.

Eyþór Leifsson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að eldurinn sé á svæði málmendurvinnslunnar Furu og að slökkviliðsmenn séu nýkomnir á staðinn.

„Við vorum að komast inn og erum að byrja að slökkva þetta,“ segir Eyþór og bætir við að um sé að ræða eld í einhvers konar ruslahaug á endurvinnslusvæðinu.

Spurður hvernig talið sé að eldurinn hafi kviknað segir Eyþór að grunur sé um sjálfsíkveikju.

Uppfært 18.32:

Einn dælubíll og fimm slökkviliðsmenn eru á svæðinu og er enn unnið að því að slökkva eldinn. Mun það taka einhvern tíma til viðbótar að klára verkið en ekki er búist við að eftirlit þurfi að slökkvistarfi loknu.

Uppfært 21.57: Slökkvistarfi er lokið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert