Tóku ekkert tillit til ítarlegra upplýsinga sem afhentar voru

Anna Sigurlaug segir mann sinn hafa verið beittan blekkingum.
Anna Sigurlaug segir mann sinn hafa verið beittan blekkingum. mbl.is/RAX

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, afhentu fjölmiðlamönnum ítarlegar upplýsingar um eignarhaldsfélagið Wintris í aðdraganda þess að Ríkissjónvarpið sendi út Kastljósþátt að kvöldi sunnudagsins 3. apríl síðastliðins þar sem fjallað var um hin svokölluðu Panamaskjöl.

Í þættinum var hvergi vikið að þeim útskýringum sem tíundaðar voru í svörunum.

Í ítarlegu viðtali við Önnu Sigurlaugu í Morgunblaðinu í dag ræðir hún um upplifun sína af þeim atburðum sem leiddu til þess að Sigmundur Davíð vék úr embætti forsætisráðherra. Hún segir að umfjöllunin um fjárhagsmálefni þeirra hjóna hafi öll miðað að því eina marki að koma höggi á eiginmann hennar og Framsóknarflokkinn.

Hér má lesa viðtalið í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert