Viðbúnaður vegna „steggs“ á sundi

Atvikið átti sér stað í Nauthólsvík.
Atvikið átti sér stað í Nauthólsvík. mbl.is/Styrmir Kári

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um „stegg“ á sundi yfir Nauthólsvík í dag, en talsverður viðbúnaður var á svæðinu vegna málsins. RÚV greindi fyrst frá málinu. 

Verið var að halda svokallaða steggjaveislu til heiðurs manninum, þar sem hann er að fara að gifta sig. Segja má að steggjaveislan hafi farið úr böndunum, en samkvæmt upplýsingum mbl.is voru það áhyggjufullir vinir „steggsins“ sem höfðu samband við lögreglu þar sem þeim leist ekki á blikuna. Steggurinn sjálfur var þá kominn langt út á haf án allra klæða.

Í kjölfarið voru tveir bátar gerðir út auk þess sem sjúkrabíll og lögreglubíll voru sendir á staðinn. 

Steggnum tókst þó að synda yfir í Kópavog og afþakkaði alla aðstoð þegar þangað var komið. Honum var ekki meint af volkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert