Áfram milt veður næstu daga

Hitaspá mánudaginn 29. ágúst kl. 12.
Hitaspá mánudaginn 29. ágúst kl. 12. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands spáir hægri norðlægri eða breytilegri átt og dálítilli rigningu austanlands en annars skýjuðu með köflum og stöku skúrum. Vestlægri á morgun og dálítilli vætu norðvestan til en léttir til fyrir austan. Vaxandi austanátt og fer að rigna syðst á landinu annað kvöld. Hiti 6-15 stig, hlýjast syðst en hlýnar fyrir norðan og austan á morgun.

Á þriðjudag:
Austan og síðan norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Rigning um allt land og hiti 8 til 13 stig.

Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag:
Breytilegar áttir og skúrir, en áfram milt veður.

Veðurvefur mbl.is

Vindaspá mánudaginn 29. ágúst kl. 12.
Vindaspá mánudaginn 29. ágúst kl. 12. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert