Humarvertíðin enn slæm

Mörg eru handtökin í humrinum.
Mörg eru handtökin í humrinum. Ljósmynd/Jón H. Sigurmundsson

Humarvertíðin í ár hefur verið afar slæm, alveg eins og síðustu ár, að sögn Þrastar Þorsteinssonar, fyrrverandi skipstjóra á Þorlákshöfn.

„Vertíðin var mjög góð framan af, í mars, apríl og maí, sérstaklega á Austurlandi. Síðan hefur þetta gengið frekar illa,“ segir Þröstur.

Þröstur segir að aðallega veiðist stór humar og að vantað hafi smáan humar í nokkur ár. Spurður hver ástæðan sé fyrir lélegri veiði segir hann að erfitt sé að vita það fyrir víst en að hærri hiti sjávar sé sennilega líklegasti þátturinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert