Kvartað undan hávaða og lágflugi

Kvartað er helst undan einshreyfils einkaflugvélum og fisum.
Kvartað er helst undan einshreyfils einkaflugvélum og fisum. Ljósmynd/Ingólfur Guðmundsson

Í nýlegri umfjöllun á vefnum Allt um flug kemur fram að tvær til þrjár kvartanir vegna flugs berist að meðaltali á viku til Samgöngustofu.

Haldist fjöldi þeirra í hendur við veðurfar og sjónflugsskilyrði. Þegar sól og gott veður er í marga daga eru fleiri sem hafa samband og kvarta undan lágflugi þar sem flugmenn nýta sér góð veðurskilyrði til flugs.

Flestar kvartanir berast frá Suðurlandi og suðvesturhorninu og frá sumarbústaðabyggðum. Einnig koma kvartanir frá norðausturhluta landins og þá sérstaklega í kringum Öskju. Er mest kvartað undan einshreyfils einkaflugvélum og fisflugvélum. Ýmist er kvartað yfir hávaða eða lágflugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert